Skóbreytingar

Skóbreytingar geta verið ýmiskonar en helstu skóbreytingar sem gerðar eru hjá Stoðtækni tengjast mislengd á fótum og er þá komið fyrir upphækkun undir annan skóinn. Hægt er að gera slíkar breytingar mjög snyrtilega en sumir skór eru betur til þess fallnir en aðrir og um að gera að vera í sambandi við fagmann varðandi val á skóm standi þess háttar skóbreyting fyrir dyrum. Eins eru hjá Stoðtækni breytingar eins og t.d. að setja riflása á skó, víkkanir, rúllu/veltisólar settir undir skó svo eitthvað sé nefnt.