Innlegg

Innlegg í skó geta verið ýmiskonar enda ætlað að leysa mismunandi verkefni. Innlegg geta oft komið til hjálpar vegna ýmissa kvilla s.s. beinhimnubólgu sem margir hlauparar þekkja af slæmu, eymsla í baki mjöðmum og hnjám og þreytu í táliðum og fótum sem og fóta pirrings sem ræðst að manni að kvöldi vinnudags. Innlegg geta verið með ýmsu snið, þunn eða þykk, allt eftir þeim skófatnaði sem viðkomandi er að nota hverju sinni til daglegra nota. Innlegg eru ætíð gerð eftir göngugreiningu þar staða fóta og fótaburður er skoðaður.