Sérsmíðaðir skór

Sérsmíðaðir skór.

Aðalsmerki Stoðtækni til margra ára er sérsmíði á skóm fyrir þá sem á því þurfa að halda.

Sérsmíði á skóm er um að ræða persónulega þjónustu milli Jóns Gests og viðskiptavinarins þar sem viðskiptavinurinn kemur beint að hönnun skónna með vali á sniðum, efni og lit.

Eins geta viðskiptavinir valið sér skó sem þeim hugnast. Valið er þá uppúr bókum sem innihalda allar mögulegar gerðir af skóm og skó týpum sem viðkomandi getur svo haft til hliðsjónar og endurhannað eftir sínu höfði.

Stoðtækni er einnig sérhæfð verslun með fjölbreytt vöruúrval er tengist allri skó umhirðu.