Göngugreining

Göngugreining/hlaupagreining.

Snar þáttur í rekstri fyrirtækisins er það sem í daglegu tali kallast göngugreining.

Göngugreining er sérstaklega fyrir þá sem kenna einhverskonar krankleika í fótum s.s ökklum, hnjám, mjöðmum og ekki síst mjóhrygg.

Eins er göngugreining fyrir fólk sem hyggur á íþrótta iðkun ss. hlaup og vill ganga úr skugga um að staða fótanna sé rétt og í lagi.

Göngugreining getur gefið til kynna hvers konar skó viðkomandi skuli leita sér og hvað þeir þurfi að innihalda s.s. “innan/utanfótar styrkingu, upphækkun undir annan fót en mislengd á fótum getur skilað sér beint í mjóhrygginn og mjaðmir og þá gjarnan meira öðru megin.

Göngugreining getur einnig leitt í ljós þörf fyrir notkun innleggja ýmiskonar eða annars konar innbyggðan stuðning í skóm. Innlegg geta verið og eru með ýmsu sniði allt eftir þörf viðkomandi og að höfðu tilliti til skófatnaðarins sem ætlaður er til notkunar innleggjanna.